Sagði alla vita að Sigmundur Davíð væri hetja sem léti hvorki kúga sig né hóta sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 12:29 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, vildi vita hverju kröfuhafar hefðu hótað forsætisráðherra. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“ Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“
Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51