„2.500 ræður um fundarstjórn forseta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 11:50 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06