Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 16:01 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan. Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gerði starfsandann á Alþingi að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum störf þingsins í dag, en í gær var meðal annars fjallað um það á Vísi að þingmaður Framsóknar vildi láta skoða einelti á þingi. Sagði Lilja Rafney að upplifun hennar af Alþingi sem vinnustað síðastliðin sex ár væri ekki með þeim hætti að þar væri einelti eða mikið ósætti.Heilbrigt að takast á um pólitík „Ég tel að hér svífi nú yfir vötnum góður andi heilt yfir. Vinskapur er þvert á flokka, jafnvel innan flokka er vinskapur,“ sagði Lilja og uppskar hlátur í þingsal. Hún sagðist því telja að þingmenn væru ekkert svo slæmir og vonaðist til þess að þingmenn gætu haldið áfram að rækta vinskapinn burtséð frá pólitískum ágreiningi. „Það er bara heilbrigt að takast á um pólitík og til þess erum við kjörin hingað á Alþingi. [...] Við notum oft myndlíkingar, notum íslenskuna til að tjá skoðanir okkar á pólitík en það er ekki þar með sagt að við séum að meina það í orðsins fyllstu merkingu gagnvart þeim sem við erum að sjá skoðanir okkar gagnvart,“ sagði Lilja.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/gvaKallar eftir meira lýðræði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði vinnustaðinn Alþingi einnig að umræðuefni og sagði ekki telja það rétt að hægt væri að reka þingið eftir sömu faglegu stöðlum og fyrirtæki. „Þetta er pólitísk stofnun sem þarf að lifa við það að hér eru pólitískir ferlar,“ sagði Helgi. Hann sagði þingmenn verða að líta til pólitískra lausna til að leysa úr þeim djúpstæða ágreiningi sem er á þingi. „Ég vil meina að pólitískasta rétta leiðin á þeim pólitíska vanda sem hér er til staðar sé meira lýðræði. Það er ekki andrúmsloftið hér á bæ sem þarf að batna, varla vinnubrögðin, [...] vegna þess að á meðan reglurnar eru eins og þær eru þá verður alltaf togstreita, ómálefnaleg togstreita jafnvel, þegar það er eina leiðin til þess að berja hlutina í gegn.“ Helgi sagði því að það þyrfti að gefa þjóðinni, sem ætti í raun Alþingi, færi og réttinn á því að grípa í taumana svo að þingmenn hefðu hagsmuni af því að tala vel um og við hvorn annan.
Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira