Vill bæta móral þingmanna með söng: „Örugglega verið bullað meira í þingsal“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 19:52 Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar „Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
„Þetta er ótrúlega andlega þreytandi og ég væri til í allt til að létta móralinn og hef reynt að gera það,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stakk upp á því á þingi í dag að þingmenn myndu hefja hvern þingfund á því að syngja saman íslenskt lag. Hugmyndina fékk hann frá starfsmanni Alþingis síðastliðinn laugardag. Opið hús var þá á Alþingi og ræddi Páll Valur ástandið á þinginu svið starfsmanninn sem þeim þótti báðum slæmt. Stakk starfsmaðurinn upp á því að þingmenn myndu hefja hvern dag á því að syngja saman, líkt og er gjarnan gert í skólum. Páll Valur segir rifrildið hafa haldið áfram á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og þá hafi hann ákveðið að stökkva upp í pontu og bera þessa hugmynd undir þingheim. „Auðvitað finnst mönnum þetta bull eða eitthvað svoleiðis, það er allt í lagi, það hefur örugglega verið bullað meira í þingsal. Ég gæti alveg séð þetta fyrir mér. Alveg eins og Ragnheiður Ríkharðs gat séð fyrir sér að það væru bara konur sem stjórnuðu þinginu,“ segir Páll Valur í samtali við Vísi um málið. Páll segir hægt að útfæra hugmyndina þannig að texta lags yrði komið fyrir á þingdagskránni fyrir hvern dag og það lag myndu þingmenn syngja saman áður en fundur hefst. „Við erum svo hégómafull að við myndum örugglega aldrei gera það. Ég ákvað að fara með þessa uppástungu til að brjóta upp rifrildið. Ég er búinn að halda margar ræður hvernig við eigum að bæta samskiptin og hvernig við eigum að tala við hvort annað, það hefur aldrei ratað í fjölmiðla. Svo segi ég þetta og þá hafa allir áhuga á því,“ segir Páll. Hann segir þingmenn almennt hafa tekið vel í þessa hugmynd en einn sagði þó við Pál að nú myndi fylgi Bjartrar framtíðar hrynja. „Ég svaraði að það gæti ekki hrunið mikið meira en þetta,“ sagði Páll Valur en flokkur hans mælist ekki lengur á þingi í nýjustu skoðanakönnunum.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Þingflokkum myndi fækka um einn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Björt framtíð fengi engan mann kjörinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Píratar bæta enn við sig fylgi og fengju 26 þingmenn kjörna. 19. júní 2015 07:00