Þingmaður Framsóknar vill láta skoða einelti á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2015 13:39 Elsa Lára er ósátt við hvernig störfum þingsins er hagað um þessar mundir. Vísir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill láta kalla til mannauðsstjóra eða aðila sem sérfróður er um einelti og gerð eineltisáætlana til þess að setjast niður með stjórn Alþingis og fara yfir hegðun þingmanna. Hún er ósátt við hvernig þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi hafa hagað málflutningi sínum á undanförnum vikum. „Á meðan þingmenn leika þennan leik sitja nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar úti í sal og hlæja hæðnislega,“ sagði Elsa þegar hún steig upp í pontu á Alþingi í dag undir fundarliðnum Störf þingsins. „Svo virðist að sé um skipulagða hegðun að ræða.“Ræðu Elsu Láru má sjá hér að neðan.Elsa sagði hegðun stjórnarandstöðunnar segja meira um þá sem vinnubrögðunum beita heldur en þá sem orðin beinast að. „Þetta er ljótur leikur og eingöngu gerður til að særa og gera lítið úr öðrum.“ Hún segir það enga afsökun að sambærileg háttsemi hafi verið höfð uppi á síðasta kjörtímabili. Telur rangt farið með hugtakið einelti „Ég starfaði sem grunnskólakennari,“ útskýrði Elsa. „Ég þurfti því miður að takast á við málefni sem varða einelti.“ Hún jafnar hegðun sumra þingmanna við einelti og vill að stjórn þingsins geri eitthvað í málunum. „Þangað til bið ég alla háttvirta þingmenn að líta í eigin barm. Þar mun ég svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja.“Bjarkey segir ótækt að þingmenn gjaldfelli orðið einelti.vísir/vilhelm„Mér finnst gjaldfelling á hugtakinu einelti hvernig fólk fer með það hér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um orð Elsu. Henni þykir það ekki rétt notkun á hugtakinu einelti að nota það þegar verið er að tala um hvernig fólk gagnrýnir störf mótherjans á Alþingi. „Við vitum um fólk sem á um mjög sárt að binda vegna eineltis,“ sagði Bjarkey og bætti við að manneskja sem starfar í skóla og hefur þurft að kljást við eineltismál ætti að vita betur en að gjaldfella orðið einelti.Ræðu Bjarkeyjar má sjá hér að neðan.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér væri blöskrað vegna ummæla þingmanna um meint einelti í garð forsætisráðherra og forseta Alþingis. „Að ráðamenn telja sig lagða í einelti segir mér tvennt. Að þeir skilji ekki hugtakið einelti og tvö, að þeir skilja ekki eðli sinnar eigin stöðu, forréttinda og valds.“ Upplýsti Helgi að hann hefði sjálfur upplifað einelti í æsku en ræðu hans má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu æfir yfir reiðilestri Bjarna Benediktssonar "Mér finnst bara að hæstvirtur fjármálaráðherra megi skammast sín.“ 22. júní 2015 15:38