Segir línuveiðar pyntingar á fiskum Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2015 13:51 Árni Stefán við pyntingartólin; þessum önglum er ætlað í kjaft fiskanna þar sem þeir mega svo engjast. Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Dýravinurinn og lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason segir línuveiðar pyntingar á fiskum. Hann segist ekki geta alhæft fyrir alla dýravini en hann segir að margir þeirra vilji fordæma slíkar veiðar. Sársaukaskyn fiska sé vissulega fyrir hendi. Þetta viðhorf er líklega ekki til vinsælda fallið í veiðimannasamfélaginu Íslandi en Árni vitnaði í sjálfa Biblíuna þegar hann skrifaði athugasemd við frétt Vísis þess efnis að Salmann Tamimi væri að moka upp þorskinum á sjóstöng. „Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Og bætti svo við: „Línuveiðar eru pyntingar í sinni tærustu mynd.“Umræðan að dýpka Árni Stefán hefur viðrað svipuð sjónarmið áður en hann vill ekki gera mikið úr því að hann hafi í kjölfarið mátt sæta aðkasti fiski- og veiðimanna. Hann lítur frekar til þess að þarna sé verið að opna fyrir nýja nálgun: „Já, en ég fæ miklu meiri meðbyr enda hef ég reynt að dýpka umræðuna á Íslandi, umræða sem krefst þess að við tengjum nýtingu okkar á dýrum við siðferði okkar.“ Væntanlega liggur það fyrir að ekki er þægilegt að láta draga sig fram og til baka með öngul í kjaftinum en það hefur ekki þótt neitt tiltökumál. Eru til einhverjar rannsóknir á sársaukaskyni fiska, sem þetta styðst við?Sársaukaskyn fiska er vissulega til staðar Árni Stefán segir svo vera og hann bendir til dæmis á grein The Guardian í því sambandi. Þar er til að mynda vitnað til rannsókna Victoria Braithwaite, sem er prófessor í veiðum og líffræði við Pennsylvania State University. Hún hefur rannsakað þetta öðrum mönnum fremur og í bók hennar „Do Fish Feel Pain?“ segir að sársaukaskyn fiska sé vissulega til staðar og aukinheldur þetta að fiskar eru miklu greindari en talið hefur verið. „Sjá líka nýja verðuga lesningu, hvar Frans páfi minnir manninn á skyldur hans við dýr. #69 og 83. Engin fjölmiðill hefur tekið þetta upp á Íslandi, þó kemst páfi oft í fréttir,“ segir Árni Stefán og veltir því fyrir sér hvers vegna þetta er ekki til umfjöllunar á Íslandi.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira