Næstu skref Iker Casillas á knattspyrnuferlinum verða væntanlega tekin í Portúgal ef marka má fréttir portúgalskra fjölmiðla.
Meistaradeildarliðið Porto frá Portúgal hefur sent inn tilboð í spænska landsliðsmarkvörðinn og þó að Real Madrid hafi ekki samþykkt tilboðið stefnir allt í að félögin nái saman.
Iker Casillas hefur verið í 25 ár hjá Real Madrid og hefur unnið alla tila í boði sem spænska stórliðinu. Nú virðist hann vera kominn á endastöð á Santiago Bernabéu.
„Iker hefur áhuga á Porto og Porto hefur áhuga á Iker. Við vonumst til að Real Madrid leyfi brottför hans," sagði Carlo Cutropia, umboðsmaður Iker Casillas, í viðtali við portúgalska fjölmiðla.
„Real Madrid hefur fengið tilboð og þeir vita alvega hvað Casillas vill," sagði Cutropia.
Porto endaði í öðru sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili en fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið datt úr keppni eftir 6-1 tap í seinni leiknum á móti þýska liðinu Bayern München.
Iker Casillas var ósnertanlegur hjá Real Madrid áður en Jose Mourinho tók við liðinu en var orðinn varamarkvörður þegar Mourinho yfirgaf Santiago Bernabéu.
Iker Casillas hefur alls spilað 725 leiki fyrir Real Madrid á sextán árum og hefur lengi verið fyrirliði liðsins. Hann er líka leikjahæsti landsliðsmaður Spánar frá upphafi. Casillas er orðinn 34 ára gamall og sem markvörður ætti hann að eiga einhver ár eftir.
Casillas á leiðinni í portúgalska boltann
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn