Eldhúsdagsumræður: Bjarni harmar að samningar við BHM og hjúkrunarfræðinga skyldu ekki nást Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:31 Bjarni talaði á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram hugmyndir til úrbóta í ræðu sinni á Alþingi í kvöld en þar fara nú fram Eldhúsdagsumræður og sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa gert það í málflutningi sínum í ár. Bjarni segist vilja breyta fyrirkomulagi um ræðutíma en hann telur að það þurfi að setja ræðutíma þingmanna frekari mörk og hann vill einnig að mál geti lifað milli þinga. Hann viðurkenndi að vel yrði að vera staðið að slíkum breytingum en taldi þær verða til bóta ef vel yrði frá gengið. „Fleira mætti hér nefna svo sem eins og að forseti Alþingis hafi óskorað vald til að stýra þingstörfum í samræmi við starfsáætlun. Góðir landsmenn, þótt ég nefni eitt og annað sem miklu getur skipt til að bæta þingstörfin og þróun lýðræðisins er það ofar öllu öðru að hér á Alþingi sé ávallt til staðar virðing fyrir því grundvallarhlutverki sem Alþingi gegnir í stjórnskipan okkar.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einnig að störf þingsins væru í höndum þingmanna, engir væru betur til þess fallnir að breyta starfsháttum heldur en fólkið á þingi. Bjarni sagði framtíðina bjarta, hagvöxtur væri að aukast – í raun og veru værum við uppi á lengsta samfellda hagvaxtartímabilinu og að jöfnuður væri mestur á Íslandi. „Skuldir heimilanna voru í hámarki árið 2009 þegar hær fóru í 126% af vergri landsframleiðslu. Nú stefnir í að skuldirnar lækki í um 86% og sætir furðu hve margir hafa, í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina, andmælt þessum aðgerðum. Þeir hinir sömu hafa tapað sjónum af mikilvægi þess og þýðingu að heimilin standi betur og ráði við skuldbindingar sínar. Skuldir heimilanna eru nú lægri en í Bretlandi og svipaðar og í Noregi. Góðir landsmenn, þrátt fyrir vaxandi kaupmátt og bjartari horfur hafa kjaradeilur verið áberandi það sem af er ári. Um tíma stefndi í að um helmingur vinnumarkaðarins færi í verkfall. En samningar tókust á almennum markaði og aðkoma stjórnvalda með lækkun skatta og öðrum ráðstöfunum hjálpaði til við að binda enda á deilurnar. Ég harma að ekki skuli hafa tekist samningar við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að viðræður stæðu svo vikum skipti og ríkið hafi boðið um 20% hækkanir næstu árin. Væntingar um að ríkið geti samið fram úr og upp fyrir almenna markaðinn, sem þó hafði samið um verulegar hækkanir launa næstu árin, eru án allrar innistæðu.“ Hann gagnrýndi málflutning jafnaðarmanna í kjaradeilum, sagði þá tala í hring og gagnrýna til þess eins að gagnrýna.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira