Mýrarbolti á mölinni í dag Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:10 Hægt er að spreyta sig í mýrarbolta í Nauthólsvík í dag. Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið. Mýrarboltinn Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið.
Mýrarboltinn Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira