Konoplyanka kemur á frjálsri sölu til Sevilla en samningur hans við Dnipro var runninn út. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við spænska liðið.
Konoplyanka, sem er 25 ára, hefur verið þrálátlega orðaður við ýmis stórlið í Evrópu síðustu misserin þ.á.m. Liverpool, en hann var nálægt því að ganga í raðir enska félagsins í janúar 2014.
Konoplyanka skoraði 45 mörk í 211 leikjum fyrir Dnipro sem endaði í 3. sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Þá komst liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það tapaði einmitt fyrir Sevilla.
Í gær festi Sevilla kaup á franska miðjumanninum Steven N'Zonzi frá Stoke City en liðið ætlar ekki gefa neitt eftir þrátt fyrir að hafa misst sterka leikmenn í sumar.
Konoplyanka is now 100% a #SevillaFC player #Anewerabegins pic.twitter.com/HWpvF504gS
— Sevilla FC (@SevillaFC_ENG) July 9, 2015