Sport

Bikarkeppni FRÍ í hættu vegna dræmrar þátttöku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
ÍR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar.
ÍR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar. vísir/valli
Óvíst er hvort 50. Bikarkeppni Frjálsíþróttsambands Íslands fari fram helgina 8.-9. ágúst eins og til stendur vegna dræmrar þátttöku.

Haukur Þór Haraldsson hjá FRÍ staðfestir við Vísi að aðeins fjögur lið séu búin að skrá sig til leiks, en það eru: ÍR, FH, Afturelding og Fjölni

Fimm lið tóku þátt í fyrra, þar á meðal Breiðablik og Ármann sem ekki eru skráð til leiks núna, en norðlendingar, sem sendu sameiginlegt lið til leiks síðasta sumar, hafa ekki gefið út hvort þeir mæti.

„HSK er eina liðið sem hefur gefið það út að það keppi ekki í ár, en það hefur ekkert formlegt komið frá norðanmönnum,“ segir Haukur Þór.

Aðspurður hvenær ákvörðun verði tekin segir Haukur: „Liðin verða að ákveða þetta. Þau myndu væntanlega vilja fá ákvörðun fyrir helgi.“

„Það sem þarf að gera, er að liðin sem eru búin að skrá sig taki umræðu um hvort þau vilji endurskoða þetta. En það eru liðin sem ráða,“ segir Haukur Þór Haraldsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×