Alfreð Finnbogason er genginn í raðir grísku meistaranna í Olympiakos, en þetta var staðfest nú í kvöld.
Alfreð kemur til Olympiakos á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad þar sem Alfreð spilaði á síðustu leiktíð.
Hann mætti til Grikklands í dag, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag, en þar gekkst hann undir læknisskoðun og kláraði þá hluti sem átti eftir að klára.
Heimasíða Olympiakos staðfesti nú í kvöld að allt væri frágengið með Alfreð og hann muni leika með liðinu á næstu leiktíð.
Alfreð segir í viðtali við heimasíðuna að hann muni leggja sig 100% fram og hann muni gera sitt allra besta til þess að skora sem flest mörk í hvítu og rauðu treyjunni.
