Sumarlífið heldur áfram að fjalla um stærstu útihátíð ársins um Verslunarmannahelgina og er nú komið að öðrum þætti frá Þjóðhátíð.
Davíð Arnar Oddgeirsson, einn af umsjónamönnum þáttarins, var í essinu sínu í Eyjunni og tók gesti hátíðarinnar tali.
„Það fyrsta sem frænka mín spurði mig út í var hvort ég hefði í alvörunni étið Pullu,“ segir Auðunn Blöndal, fjölmiðlamaður, og svaraði frænku sinni: „Nei, þetta er bara djók.“
Þeir félagar í FM95BLÖ gerðu nýtt þjóðhátíðarlag á dögunum og fluttu lagið fyrir framan allan Brekkuna í Eyjum.
Myndband við lagið var frumsýnt á Vísi. Sjá einnig:Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ
„Auddi hefur reyndar aldrei verið í team Pullu og ef við hefðum lent í þessu í alvörunni og búnir að vera upp á fjalli í þrjá til fjóra daga, þá hefði Auddi borðað Pullu,“ segir Steindi.
„Hún er bara svo uppáþrengjandi og skrítin. Án gríns hún kemur stundum og mígur bara á mann, það er eitthvað að bakinu hennar og því heldur hún ekki hægðum. Svo er hún orðin ógeðslega góð með sig eftir video-ið," segir Auddi.
