Segir ákvörðun dýrahirðis að lóga kópnum hafa verið ranga og ekki í samræmi við reglur garðsins Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2015 16:47 Markaðssetning á strokukópnum Snorra Sturlusyni varð að engu vegna rangrar ákvörðunar dýrahirðis. Vísir/Ernir „Ákvörðun vakthafandi dýrahirðis þann 03.08.15 að lóga kópi sem sloppið hafði út úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var röng og í engu samræmi við vinnureglur garðsins,“ segir í greinargerð sem Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu og húsdýragarðsins, skilaði til íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, vegna kópamálsins. Þar rekur Tómas málið og segir ákvörðun dýrahirðisins hafa verið furðulega að lóga kópnum. Fréttir hafa verið sagðar af því að kópunum í garðinum sé lógað á hverju hausti vegna plássleysis og fara þeir í refafóður. Í greinargerðinni segir Tómas hins vegar öðruvísi farið með þennan kóp því mál hans hafi komist í fjölmiðla og þegar fjölmiðlar tengjast málefnum garðsins skuli ráðfæra sig við næsta yfirmann. Hann segir markaðssetningu á kópnum fræga hafa orðið að engu vegna þessarar ákvörðunar. Í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni Kópurinn slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst síðastliðinn og fannst hann á tjaldstæðinu í Laugardal klukkan sex á sunnudagsmorgni. Þremur tímum síðar var birt frétt á vef Vísis upp úr dagbók lögreglu þar sem sagt var frá flóttanum. Samkvæmt greinargerð Tómasar var kópnum lógað samdægurs. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðar sama dag og var kópurinn þá sagður í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni. Í kvöldfréttunum var rætt við Hilmar Össurarson dýrahirði þar sem hann sagði að með haustinu muni móðir kópsins stugga við dýrinu og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Kópunum í Húsdýragarðinum er lógað við enda sumars vegna plássleysis og fara þeir í refafóður. Tómas Óskar vonar að hægt verði að koma í veg fyrir þetta með annað hvort undanþágu frá dýraverndarlögum eða hreinlega lagabreytingu.Vísir/Ernir Degi síðar sagði Vísir frá því að kópurinn færi í refafóður enda væri það vinnureglan í garðinum. Sama dag var stofnaður hópur á Facebook þar sem kallað var eftir því að lífi kópsins yrði þyrmt. Fljótfærnisleg ákvörðun Greinargerðin var tekin fyrir á fundi ráðsins síðastliðinn föstudag en þar segir Tómas að ákvörðun vakthafandi dýrahirðis hafi verið tekin án samráðs við stjórnendur garðsins sem Tómas segir harma þessa fljótfærnislegu ákvörðun. Tómas segir jafnframt í greinargerðinni að vinnureglan sé sú að þegar fjölmiðlar tengjast málefnum garðsins þá skuli ráðfæra sig við næsta yfirmann. „Þetta er viðhaft til að síður verði gerð mistök í fljótfærni,“ segir Tómas í greinargerðinni og rekur stöðuna þennan umrædda dag þegar kópnum var lógað þann 3. ágúst síðastliðinn. „Næsti yfirmaður dýrahirðisins sem hann var að leysa af, þ.e.a.s. yfirdýrahirðir var í sumarfríi en þar næsti yfirmaður, sviðsstjóri rekstrarsviðs var tiltækur. Fyrir misskilning taldi dýrahirðirinn hann vera í fríi og vildi ekki trufla. Aðstoðarforstöðukona var í sumarfríi norður í landi sem og forstöðumaður sem var á leið til landsins af ættarmóti eiginkonunnar í Austurríki. Dýrahirðirinn sem var að leysa yfirdýrahirði af tók þá ákvörðun að lóga kópnum upp á sitt einsdæmi. Útskýring dýrahirðisins er sú að það lá fyrir að fækka þyrfti í selalauginni eins og þurft hefur að gera undanfarin ár. Kóparnir í lauginni hefðu ekki étið í nokkrar vikur og voru byrjaðir að horast niður,“ segir Tómas. Forstöðumaðurinn vill að kóparnir fái að njóta vafans.Vísir/Ernir Markaðssetning á "Snorra Sturlusyni" varð að engu Hann segir dýrahirðinn hafa tekið þessa ákvörðun í skyndi og án samráðs. Dýrahirðirinn viðurkenndi að sögn Tómasar að hafa verið of fljótur á sér og ekki áttað sig á þætti fjölmiðla. „Dýrahirðirinn tók þessa ákvörðun í skyndi og án samráðs og viðurkennir að hafa verið of fljótur á sér og ekki áttað sig á þætti fjölmiðla. Flótti selsins sem á samfélagsmiðlunum fékk viðurnefnið "Snorri Sturluson" færði garðinum einstakt tækifæri til markaðssetningar, sem varð að engu með þessari furðulegu ákvörðun.“ Þrír möguleikar í boði Tómas segir í greinargerðinni að vegna plássleysis í garðinum sé um þrjá möguleika að ræða. Sá fyrsti sé að sleppa kópnum lausum í náttúruna. „Það er kostur sem allir vilja og er vel framkvæmanlegur. Það hefur alltaf verið stefna garðsins að stuðla að dýravernd, helst vera þar í fararbroddi og öðrum á Íslandi fyrirmynd. Starfsfólk garðsins hefur áralanga reynslu af því að hlúa að slösuðum eða illa höldnum kópum, komið til heilsu og síðan sleppt í náttúruna í gegnum verkefnið „Villt dýr í hremmingum“. Um margra ára skeið hefur garðurinn átt í góðu samstafi við fræðimenn og yfirvöld í málefnum dýra og unnið að þessu óeigingjarna verkefni. Dýr af ýmsum tegundum hafa fengið aðhlynningu meðan þau gróa sára sinna og / eða safna nægilegum kröftum áður en þeim hefur verið sleppt aftur í náttúruna.“ Íslensks lög standa í vegi Hann segir þessa leið þó ekki framkvæmalega samkvæmt íslenskum lögum fyrir kópa sem fæddir eru í garðinum en í lögum um dýravelferð segir að óheimilt sé að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar. Annar möguleiki í stöðunni sé að senda dýrin innalands eða utan. „Það er ágætis kostur en því miður hefur enginn slíkur staður fundist,“ segir Tómas. Þriðji og lakasti kosturinn er að lóga dýrinu. Forstöðumaðurinn segist ætla að leggja til við Sigurð Inga Jóhannsson, sem fer fyrir atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, að lögum verði breytt svo möguleiki sé á undanþágu fyrir því að sleppa dýrum út í náttúruna sem hafa alist upp hjá mönnum.Vísir/Pjetur Leggur til lagabreytingu ef undanþága fæst ekki Hann segir að við gerð nýju dýravelferðarlaga hafi ekki verið haft samráð við, né drögin borun undir, starfsfólk Húsdýragarðsins eins og flesta aðra hagsmunaaðila. Í ljósi þess ágalla sem sé á 23. grein lagana hefur Tómas sent atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu erindi vegna þessa með fyrirspurn hvort heimilt sé að sleppa kópnum í náttúruna og ef ekki hvort undanþágur gætu fengist. Verði svarið neikvætt mun forstöðumaður leggja til við ráðherra að lögum verði breytt svo möguleiki sé á undanþágu. Lögin lagfærð fyrir júní á næsta ári Hann segir stefnu garðsins frá upphafi hafa verið að sýna bæði kyn og afkvæmi af hverri dýrategund. Í selalauginni séu núna sex selir sem sé þremur of mikið. „Eins og staðan er hefði það litlu breytt um það að "Snorri Sturluson" hefði verið aflífaður með haustinu, vegna plássleysis. Sama á við um hina kópana sem nú eru í lauginni nema takist að finna þeim annan samastað. Í ár hafa selirnir þegar makast og urturnar sem ganga með í 11 mánuði munu því kæpa næst í byrjun júní 2016. Best væri ef dýravelferðarlögin verða lagfærð fyrir þann tíma til að koma í veg fyrir sömu stöðu að ári. Lögin eiga ekki að koma í veg fyrir að kópum sé sleppt út í náttúruna en þar er frekar átt við að mannvön dýr eins og hundar, kettir, refir, kanínur o.s.frv. verði ekki sett út á guð og gaddinn.“ Hann segir selkópa geta bjargað sér úti í náttúrunni ef þeim er sleppt strax og urtan venur þá undan sér, um það bil þriggja til fjögurra vikna, og að því tilskildu að þeir séu búnir að ná ákveðinni þyngd. Sá tími er þó löngu liðinn að hans sögn fyrir eftirlifandi kópa í garðinum, sem eru um það bil níu vikna, og því verkefnið erfiðara. Vísir/Ernir Kóparnir fái að njóta vafans Tómas segist því hafa sett sig í samband við Yfirdýralækni, Selasetrið, Náttúrufræðistofnun Íslands, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, selasérfræðinga og fleira. „Gott væri að eiga samstarf við fleiri s.s. dýraverndunarsamtök með það markmið að koma kópum sem von er á í júní 2016 út í náttúruna og fylgjast með afdrifum þeirra. Það mætti hugsa sér að sleppa þeim um mánaðarmótin júní – júlí, setja á þá merkingar og senda og leyfa landsmönnum að fylgjast með í „beinni“ útsendingu. Það gæti verið afar fróðlegt, spennandi og upplýsandi fyrir almenning að fylgjast með slíku velferðar verkefni og kóparnir fengju að njóta vafans.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ákvörðun vakthafandi dýrahirðis þann 03.08.15 að lóga kópi sem sloppið hafði út úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var röng og í engu samræmi við vinnureglur garðsins,“ segir í greinargerð sem Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu og húsdýragarðsins, skilaði til íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, vegna kópamálsins. Þar rekur Tómas málið og segir ákvörðun dýrahirðisins hafa verið furðulega að lóga kópnum. Fréttir hafa verið sagðar af því að kópunum í garðinum sé lógað á hverju hausti vegna plássleysis og fara þeir í refafóður. Í greinargerðinni segir Tómas hins vegar öðruvísi farið með þennan kóp því mál hans hafi komist í fjölmiðla og þegar fjölmiðlar tengjast málefnum garðsins skuli ráðfæra sig við næsta yfirmann. Hann segir markaðssetningu á kópnum fræga hafa orðið að engu vegna þessarar ákvörðunar. Í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni Kópurinn slapp úr Húsdýragarðinum aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst síðastliðinn og fannst hann á tjaldstæðinu í Laugardal klukkan sex á sunnudagsmorgni. Þremur tímum síðar var birt frétt á vef Vísis upp úr dagbók lögreglu þar sem sagt var frá flóttanum. Samkvæmt greinargerð Tómasar var kópnum lógað samdægurs. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðar sama dag og var kópurinn þá sagður í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni. Í kvöldfréttunum var rætt við Hilmar Össurarson dýrahirði þar sem hann sagði að með haustinu muni móðir kópsins stugga við dýrinu og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Kópunum í Húsdýragarðinum er lógað við enda sumars vegna plássleysis og fara þeir í refafóður. Tómas Óskar vonar að hægt verði að koma í veg fyrir þetta með annað hvort undanþágu frá dýraverndarlögum eða hreinlega lagabreytingu.Vísir/Ernir Degi síðar sagði Vísir frá því að kópurinn færi í refafóður enda væri það vinnureglan í garðinum. Sama dag var stofnaður hópur á Facebook þar sem kallað var eftir því að lífi kópsins yrði þyrmt. Fljótfærnisleg ákvörðun Greinargerðin var tekin fyrir á fundi ráðsins síðastliðinn föstudag en þar segir Tómas að ákvörðun vakthafandi dýrahirðis hafi verið tekin án samráðs við stjórnendur garðsins sem Tómas segir harma þessa fljótfærnislegu ákvörðun. Tómas segir jafnframt í greinargerðinni að vinnureglan sé sú að þegar fjölmiðlar tengjast málefnum garðsins þá skuli ráðfæra sig við næsta yfirmann. „Þetta er viðhaft til að síður verði gerð mistök í fljótfærni,“ segir Tómas í greinargerðinni og rekur stöðuna þennan umrædda dag þegar kópnum var lógað þann 3. ágúst síðastliðinn. „Næsti yfirmaður dýrahirðisins sem hann var að leysa af, þ.e.a.s. yfirdýrahirðir var í sumarfríi en þar næsti yfirmaður, sviðsstjóri rekstrarsviðs var tiltækur. Fyrir misskilning taldi dýrahirðirinn hann vera í fríi og vildi ekki trufla. Aðstoðarforstöðukona var í sumarfríi norður í landi sem og forstöðumaður sem var á leið til landsins af ættarmóti eiginkonunnar í Austurríki. Dýrahirðirinn sem var að leysa yfirdýrahirði af tók þá ákvörðun að lóga kópnum upp á sitt einsdæmi. Útskýring dýrahirðisins er sú að það lá fyrir að fækka þyrfti í selalauginni eins og þurft hefur að gera undanfarin ár. Kóparnir í lauginni hefðu ekki étið í nokkrar vikur og voru byrjaðir að horast niður,“ segir Tómas. Forstöðumaðurinn vill að kóparnir fái að njóta vafans.Vísir/Ernir Markaðssetning á "Snorra Sturlusyni" varð að engu Hann segir dýrahirðinn hafa tekið þessa ákvörðun í skyndi og án samráðs. Dýrahirðirinn viðurkenndi að sögn Tómasar að hafa verið of fljótur á sér og ekki áttað sig á þætti fjölmiðla. „Dýrahirðirinn tók þessa ákvörðun í skyndi og án samráðs og viðurkennir að hafa verið of fljótur á sér og ekki áttað sig á þætti fjölmiðla. Flótti selsins sem á samfélagsmiðlunum fékk viðurnefnið "Snorri Sturluson" færði garðinum einstakt tækifæri til markaðssetningar, sem varð að engu með þessari furðulegu ákvörðun.“ Þrír möguleikar í boði Tómas segir í greinargerðinni að vegna plássleysis í garðinum sé um þrjá möguleika að ræða. Sá fyrsti sé að sleppa kópnum lausum í náttúruna. „Það er kostur sem allir vilja og er vel framkvæmanlegur. Það hefur alltaf verið stefna garðsins að stuðla að dýravernd, helst vera þar í fararbroddi og öðrum á Íslandi fyrirmynd. Starfsfólk garðsins hefur áralanga reynslu af því að hlúa að slösuðum eða illa höldnum kópum, komið til heilsu og síðan sleppt í náttúruna í gegnum verkefnið „Villt dýr í hremmingum“. Um margra ára skeið hefur garðurinn átt í góðu samstafi við fræðimenn og yfirvöld í málefnum dýra og unnið að þessu óeigingjarna verkefni. Dýr af ýmsum tegundum hafa fengið aðhlynningu meðan þau gróa sára sinna og / eða safna nægilegum kröftum áður en þeim hefur verið sleppt aftur í náttúruna.“ Íslensks lög standa í vegi Hann segir þessa leið þó ekki framkvæmalega samkvæmt íslenskum lögum fyrir kópa sem fæddir eru í garðinum en í lögum um dýravelferð segir að óheimilt sé að sleppa dýrum sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna í þeim tilgangi að þau verði þar til frambúðar. Annar möguleiki í stöðunni sé að senda dýrin innalands eða utan. „Það er ágætis kostur en því miður hefur enginn slíkur staður fundist,“ segir Tómas. Þriðji og lakasti kosturinn er að lóga dýrinu. Forstöðumaðurinn segist ætla að leggja til við Sigurð Inga Jóhannsson, sem fer fyrir atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, að lögum verði breytt svo möguleiki sé á undanþágu fyrir því að sleppa dýrum út í náttúruna sem hafa alist upp hjá mönnum.Vísir/Pjetur Leggur til lagabreytingu ef undanþága fæst ekki Hann segir að við gerð nýju dýravelferðarlaga hafi ekki verið haft samráð við, né drögin borun undir, starfsfólk Húsdýragarðsins eins og flesta aðra hagsmunaaðila. Í ljósi þess ágalla sem sé á 23. grein lagana hefur Tómas sent atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu erindi vegna þessa með fyrirspurn hvort heimilt sé að sleppa kópnum í náttúruna og ef ekki hvort undanþágur gætu fengist. Verði svarið neikvætt mun forstöðumaður leggja til við ráðherra að lögum verði breytt svo möguleiki sé á undanþágu. Lögin lagfærð fyrir júní á næsta ári Hann segir stefnu garðsins frá upphafi hafa verið að sýna bæði kyn og afkvæmi af hverri dýrategund. Í selalauginni séu núna sex selir sem sé þremur of mikið. „Eins og staðan er hefði það litlu breytt um það að "Snorri Sturluson" hefði verið aflífaður með haustinu, vegna plássleysis. Sama á við um hina kópana sem nú eru í lauginni nema takist að finna þeim annan samastað. Í ár hafa selirnir þegar makast og urturnar sem ganga með í 11 mánuði munu því kæpa næst í byrjun júní 2016. Best væri ef dýravelferðarlögin verða lagfærð fyrir þann tíma til að koma í veg fyrir sömu stöðu að ári. Lögin eiga ekki að koma í veg fyrir að kópum sé sleppt út í náttúruna en þar er frekar átt við að mannvön dýr eins og hundar, kettir, refir, kanínur o.s.frv. verði ekki sett út á guð og gaddinn.“ Hann segir selkópa geta bjargað sér úti í náttúrunni ef þeim er sleppt strax og urtan venur þá undan sér, um það bil þriggja til fjögurra vikna, og að því tilskildu að þeir séu búnir að ná ákveðinni þyngd. Sá tími er þó löngu liðinn að hans sögn fyrir eftirlifandi kópa í garðinum, sem eru um það bil níu vikna, og því verkefnið erfiðara. Vísir/Ernir Kóparnir fái að njóta vafans Tómas segist því hafa sett sig í samband við Yfirdýralækni, Selasetrið, Náttúrufræðistofnun Íslands, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, selasérfræðinga og fleira. „Gott væri að eiga samstarf við fleiri s.s. dýraverndunarsamtök með það markmið að koma kópum sem von er á í júní 2016 út í náttúruna og fylgjast með afdrifum þeirra. Það mætti hugsa sér að sleppa þeim um mánaðarmótin júní – júlí, setja á þá merkingar og senda og leyfa landsmönnum að fylgjast með í „beinni“ útsendingu. Það gæti verið afar fróðlegt, spennandi og upplýsandi fyrir almenning að fylgjast með slíku velferðar verkefni og kóparnir fengju að njóta vafans.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira