Dani Alves, leikmaður Barcelona, verður líklega frá næsta mánuðinn vegna meiðsla.
Brasilíumaðurinn meiddist í nára í 1-0 sigri Barcelona á Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Alves, sem skrifaði undir nýjan samning við Barcelona í sumar, missir að öllum líkindum af næstu fjórum deildarleikjum liðsins vegna meiðslanna.
Meiðsli Sergios Busquets, sem fór einnig meiddur af velli gegn Bilbao, eru hins vegar ekki alvarleg en hann gæti náð leiknum gegn Malaga um næstu helgi.
