Bíða atvinnuleyfis en nýta tímann vel, enda vart þverfótað fyrir verkefnum í heimahögunum Guðrún Ansnes skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Mikið í gangi hjá snillingunum í StopWaitGo vísir/GVA „Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum. Eurovision Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Sjá meira
„Við verðum allir á landinu á meðan við erum að endurnýja atvinnuleyfið úti sem er bara kærkomið enda með nóg af boltum á lofti sem þarf að sinna hér heima, svo sem tvær heilar plötur í farvatninu ásamt öðrum verkefnum sem þola dagsljósið betur á næstunni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn þríeykisins StopWaitGo sem nú kemur til með að halda til á klakanum að minnsta kosti fram yfir jól, eftir dágóðan tíma í Bandaríkjunum. Þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson hafa dvalið vestan við hafið síðastliðið eitt og hálft ár, þar sem þeir hafa haft í nógu að snúast, og Ásgeir duglegur við að hoppa milli heimsálfa. Líkt og alþjóð veit hefur StopWaitGo getið sér gott orð fyrir framleiðslu slagara og haft býsna næmt auga fyrir hæfileikaríkum söngvurum. Sem dæmi má nefna Glowie, eða Söru Pétursdóttur sem hefur átt eitt vinsælasta lag sumarsins hér á landi, No more, og hefur þegar náð athygli bandarískra plötuframleiðenda. Hún hyggst fara utan með haustinu þar sem hún kemur til með að funda með stórlöxum. Þá flutti María Ólafsdóttir lag runnið undan rifjum þremenninganna í Eurovision líkt og frægt er orðið, og hafa auk þess tvö ný lög komið frá henni í samvinnu við hópinn. Því til viðbótar er Friðrik Dór í StopWaitGo-fjölskyldunni, sem keppti jú til úrslita í undankeppni Eurovision á móti Maríu, en lagið Haltu í höndina á mér tröllreið íslensku útvarpi svo ekki sé dýpra í árina tekið, í byrjun árs. Þá má ekki gleyma Öldu Dís, sigurvegara Ísland Got Talent, sem í vikunni sendi frá sér nýtt lag, beint frá Los Angeles, Rauða nótt. Óhætt er því að segja að félagarnir hafi puttana á púlsinum og ansi naskir á rísandi stjörnur. „Við vorum til dæmis búnir að vinna lengi með Maríu áður en hún tók þátt í keppninni. Það er gríðarlega gaman að fylgjast með hverju fram vindur, og gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu hjá hverjum og einum,“ bendir Ásgeir á, en þeir hyggja sannarlega á frekari landvinninga erlendis þegar tilskilin leyfi detta í hús. „Það er aldrei dauð stund,“ segir hann en StopWaitGo-fjölskyldan mun koma saman um helgina í Hljómskálagarðinum í tilefni Menningarnætur, og útilokar Ásgeir ekki að úr verði eitt allsherjaratriði með öllum hópnum.
Eurovision Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Sjá meira