Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2015 07:00 Þingmenn mættu aftur í Alþingishúsið í gær eftir sumarfrí. vísir/vilhelm „Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum. Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum.
Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23
Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52