Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 18:37 Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Vísir/Anton „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“ Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag og stal óneitanlega senunni enn eina ferðina. Farið var í að keppast um að greina þessi orð hans, í fyrstu var talið að hann ætlaði að láta staðar numið þegar þessu kjörtímabili lýkur á næsta ári. En þegar rýnt var betur í orð Ólafs litið til fortíðar hans þótti það ekki eins skýrt hvort hann hefði svarað þeirri spurningu sem margir hafa spurt hann: Ætlar hann að sækjast endurkjöri til embættis forseta Íslands á næsta ári? Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars síðastliðinna ára, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Ólaf Ragnar með þessu hafa verið að minna þjóðina á að forsetakosningar eru á næsta ári en lítið gefið upp um sína stöðu eða framtíðaráform.Guðni Ágústsson.GVA„Sagði hann ekki bara: Umboði þjóðarinnar er að ljúka og hann er að setja alþingi í síðasta sinn á þessu kjörtímabili og svo er hitt óráðin gáta sýnist mér. Hann er að minna þjóðina á að forsetakosningar eru næsta vor og mér sýnist hann ekki segja neitt meira um sína stöðu eða framtíðaráform,“ segir Guðni í samtali við Vísi um málið.„Ekki veitti nú af“ Mörgum er enn í fersku minni þegar Guðni fór fyrir hópi fólks sem skoraði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2012. Opnuð var vefsíðan Áskorun til forseta, en þeir sem rituðu undir hana sögðust treysta engum betur en Ólafi Ragnar til að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu á þeim erfiðu tímum sem fram undan voru. „Ekki veitti nú af,“ segir Guðni þegar þessi áskorun er rifjuð upp. Guðni segist lítið vita um hug Ólafs Ragnars og segir forsetann taka þessa ákvörðun sjálfur og tilkynna um hana um áramótin. Á Guðni þar við nýársávarp forseta en margir muna eftir ávarpi forsetans frá árinu 2012 þar sem hann gaf til kynna að hann myndi hugsanlega ekki bjóða sig fram. Í kjölfarið fóru Guðni og félagar af stað með undirskriftasöfnunina þar sem var skorað á forsetann að bjóða sig fram og varð Ólafur Ragnar við þeirri áskorun og hlaut endurkjör með afgerandi hætti.Á gríðarlega mikinn stuðning Guðni segist ekkert gefa upp um það hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður auðvitað að taka þessa ákvörðun sjálfur. Hann er búinn að vera lengi við stjórn, 20 ár, hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni. Ég er ekkert að hafa áhrif á það. Þess þarf ekki. Hann á auðvitað gríðarlega mikinn stuðning og búinn að vinna mikið gagn. Meðal annars koma Icesave af herðum þjóðarinnar.“
Alþingi Tengdar fréttir Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49