Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Gissur Sigurðsson skrifar 8. september 2015 12:37 Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. vísir/pjetur Minnkandi samkeppni á verktakamarkaði hefur orðið til þess að tilboð í verk fyrir Vegagerðina eru sum svo langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að það verður ýmist að hafna þeim, draga úr umfangi framkvæmda eða fresta þeim. Sem dæmi má taka að hærra tilboð af tveimur, sem nýlega bárust í vegarkafla úti á landi, var upp á 413 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á liðlega 280 milljónir og lægra tilboðið var líka ríflega yfir kostnaðaráætlun. Þetta er ekkert einsdæmi upp á síðkastið að sögn Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, sem segir nokkrar skýringar vera á þessu. „Kannski er megin skýringin sú að síðustu árin hefur verkefnum í vegagerð og almennt í jarðvinnuverkefnum hefur fækkað mikið eftir hrun sem þýðir það einfaldlega að verktökum hefur fækkað líka,“ segir Hreinn. „Þeir hafa ýmist orðið gjaldþrota, lagt niðurstarfsemi sína eða flutt til útlanda þannig að samkeppnin hefur minnkað mikið eftir hrun.“ „Ein afleiðingin af því er að við erum að horfa á miklu hærra einingarverð núna og á sama tíma miklu færri tilboð í hvert verk,“ segir hann. Þýðir þetta ekki að þið þurfið að fækka verkum, því þið getið ekki farið umfram fjárhagsáætlun? „Ef þau eru langt yfir þá yfirleitt höfnum við öllum tilboðum og reynum þá að breyta tilhögun, minnka verkin og bjóða þau út aftur og svo framvegis,“ segir hann. „Þetta verður í mesta lagi til þess að þau frestast eitthvað og koma þá heldur síðar í gagnið en þetta eru allt saman verk sem búið er að ákveða á Alþingi að skuli fara í en hafa þá ekki eins hraðan framgang eins og ella væri,“ segir Hreinn vegamálastjóri. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Minnkandi samkeppni á verktakamarkaði hefur orðið til þess að tilboð í verk fyrir Vegagerðina eru sum svo langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að það verður ýmist að hafna þeim, draga úr umfangi framkvæmda eða fresta þeim. Sem dæmi má taka að hærra tilboð af tveimur, sem nýlega bárust í vegarkafla úti á landi, var upp á 413 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á liðlega 280 milljónir og lægra tilboðið var líka ríflega yfir kostnaðaráætlun. Þetta er ekkert einsdæmi upp á síðkastið að sögn Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, sem segir nokkrar skýringar vera á þessu. „Kannski er megin skýringin sú að síðustu árin hefur verkefnum í vegagerð og almennt í jarðvinnuverkefnum hefur fækkað mikið eftir hrun sem þýðir það einfaldlega að verktökum hefur fækkað líka,“ segir Hreinn. „Þeir hafa ýmist orðið gjaldþrota, lagt niðurstarfsemi sína eða flutt til útlanda þannig að samkeppnin hefur minnkað mikið eftir hrun.“ „Ein afleiðingin af því er að við erum að horfa á miklu hærra einingarverð núna og á sama tíma miklu færri tilboð í hvert verk,“ segir hann. Þýðir þetta ekki að þið þurfið að fækka verkum, því þið getið ekki farið umfram fjárhagsáætlun? „Ef þau eru langt yfir þá yfirleitt höfnum við öllum tilboðum og reynum þá að breyta tilhögun, minnka verkin og bjóða þau út aftur og svo framvegis,“ segir hann. „Þetta verður í mesta lagi til þess að þau frestast eitthvað og koma þá heldur síðar í gagnið en þetta eru allt saman verk sem búið er að ákveða á Alþingi að skuli fara í en hafa þá ekki eins hraðan framgang eins og ella væri,“ segir Hreinn vegamálastjóri.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira