Við getum múltitaskað Þórir Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum. En spurningar vakna og sú sem heyrist oftast er: „Eigum við ekki fyrst að hjálpa þeim sem standa okkur nær?“ Þessi spurning er ekki ný. Reynsla okkar hjá Rauða krossinum er samt sú að þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa bágstöddum í útlöndum eru yfirleitt þeir sömu og hjálpa bágstöddum á Íslandi.Kemur ekki niður á annarri aðstoðHjá Rauða krossinum í Reykjavík snýst starfið að langmestu leyti um stuðning við berskjaldað fólk í okkar samfélagi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar veita heimilislausum konum næturathvarf og útigangsmönnum aðhlynningu. Aðrir vinna með fólki með geðraskanir, heimsækja aldraða og sjúka, vinna með fötluðum og veita fjölskyldum í vanda sálrænan stuðning og meðferð. Við aðstoðum líka flóttafólk. Þessi hjálp er veitt án þess að það komi niður á annarri aðstoð. Starf að málefnum þolenda náttúruhamfara og styrjaldarátaka erlendis gerir okkur þvert á móti hæfari til að sinna verkefnum hér heima. Sálfræðingar og aðrir sérfræðingar Rauða krossins hafa starfað víðs vegar um heim og eru virkir í hjálparstarfi hér heima.Rík þjóðÞað fólk sem nú skráir sig til sjálfboðastarfa finnur sig knúið til að hjálpa. Það sér mynd af konu úti á Miðjarðarhafi, sem reynir að halda höfði barns fyrir ofan hafflötinn, með dýpið og dauðann fyrir neðan. Það sér mynd af líki barns sem skolar upp á strönd. Við höldum áfram að sinna þeim sem þurfa aðstoð hér heima. Við getum líka tekið við fólki að flýja hræðilega borgarastyrjöld. Við erum rík þjóð. Og við getum múltitaskað.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun