Notum umræðuna um skólamál til þess að græða Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. september 2015 11:31 Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn!
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun