Notum umræðuna um skólamál til þess að græða Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. september 2015 11:31 Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn!
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun