Birkir Bjarna: Heppnir að Robben fór af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 22:24 Birkir Bjarnason fær hér vítið. Vísir/Valli Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks. „Mér líður mjög vel eins og örugglega allri þjóðinni," sagði Birkir Bjarnason, kátur eftir leikinn. „Þetta var ekkert auðvelt. Þetta var þungur og stór völlur og maður var mjög fljótt þreyttur. Þeir voru mjög mikið með boltann en við náðum að halda okkar stöðu og slepptum þeim ekkert mikið lausum," sagði Birkir en hvað gerðist þegar hann fiskaði vítið? „Ég fékk boltann fyrir utan teig og ákvað síðan bara að taka varnarmanninn á. Ég ætlaði fyrst að skjóta en beið svo aðeins. Það var gott að sjá hann fara niður því þá gat ég bara farið niður," sagði Birkir. Hvernig leið honum þegar Gylfi Þór Sigurðsson hljóp að boltanum í vítaspyrnunni? „Ég hafði alveg trú á honum og vissi að hann myndi skora. Mig langaði svo að sjá boltann fara inn og var því auðvitað svolítið stressaður," sagði Birkir. „Þetta eru auðvitað smá sárabætur fyrir það að hafa misst af Meistaradeildinni með Basel þó að maður vildi náttúrulega vera þar líka. Þetta eru frábær stig fyrir okkur," sagði Birkir. Eitt stig í síðustu þremur leikjunum nægir nú Íslandi til að komast á EM. „Við megum ekki hugsa um að okkur vanti bara eitt stig. Við þurfum að fara í næsta leik og ná í þrjú stig. Við getum ekki farið heim til að reyna að spila upp á eitt stig á móti Kasakstan. Við ætlum bara að vinna leikinn," sagði Birkir. „Þeir byrjuðu leikinn af mjög miklum krafti og þá sérstaklega Arjen Robben. Við vorum svolítið heppnir að hann fór útaf. Hann var sprækur og var að komast inn og ná að skjóta," sagði Birkir en fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18 Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks. „Mér líður mjög vel eins og örugglega allri þjóðinni," sagði Birkir Bjarnason, kátur eftir leikinn. „Þetta var ekkert auðvelt. Þetta var þungur og stór völlur og maður var mjög fljótt þreyttur. Þeir voru mjög mikið með boltann en við náðum að halda okkar stöðu og slepptum þeim ekkert mikið lausum," sagði Birkir en hvað gerðist þegar hann fiskaði vítið? „Ég fékk boltann fyrir utan teig og ákvað síðan bara að taka varnarmanninn á. Ég ætlaði fyrst að skjóta en beið svo aðeins. Það var gott að sjá hann fara niður því þá gat ég bara farið niður," sagði Birkir. Hvernig leið honum þegar Gylfi Þór Sigurðsson hljóp að boltanum í vítaspyrnunni? „Ég hafði alveg trú á honum og vissi að hann myndi skora. Mig langaði svo að sjá boltann fara inn og var því auðvitað svolítið stressaður," sagði Birkir. „Þetta eru auðvitað smá sárabætur fyrir það að hafa misst af Meistaradeildinni með Basel þó að maður vildi náttúrulega vera þar líka. Þetta eru frábær stig fyrir okkur," sagði Birkir. Eitt stig í síðustu þremur leikjunum nægir nú Íslandi til að komast á EM. „Við megum ekki hugsa um að okkur vanti bara eitt stig. Við þurfum að fara í næsta leik og ná í þrjú stig. Við getum ekki farið heim til að reyna að spila upp á eitt stig á móti Kasakstan. Við ætlum bara að vinna leikinn," sagði Birkir. „Þeir byrjuðu leikinn af mjög miklum krafti og þá sérstaklega Arjen Robben. Við vorum svolítið heppnir að hann fór útaf. Hann var sprækur og var að komast inn og ná að skjóta," sagði Birkir en fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18 Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48
Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11
Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18
Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03
Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07
Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29