Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 22:03 Lars Lagerbäck með öðrum í starfsliði Íslands þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Vísir/Valli Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48
Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58
Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29