Í nýjasta þætti Efri stéttarinnar fáum við að skyggnast inn í líf Emo-fólksins.
Þar má sjá skets um það nýjasta í Emo heiminum en það er víst komin aðferð fyrir masókistana í þeim þjóðflokknum. Sjón er sögu ríkari.
Meðlimir Efri stéttarinnar voru áður í skemmtiþættinum 12:00 í Verzlunarskólanum og vöktu mikla athygli síðasta vetur fyrir vel heppnuð lög og myndbönd og sprenghlægileg atriði. Þættirnir verða sýndir vikulega fram í september og frumsýndir hér á Vísi.
Efri stéttin: Ný aðferð fyrir Emo-masókistana
Stefán Árni Pálsson skrifar