Íslenska liðið hefur aðeins verið undir í 34 mínútur í fyrstu sex leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 1. september 2015 06:00 graf/fréttablaðið Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira