Íslenska liðið hefur aðeins verið undir í 34 mínútur í fyrstu sex leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 1. september 2015 06:00 graf/fréttablaðið Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Fimmtán stig af átján mögulegum og ellefu mörk í plús. Árangur íslenska fóboltalandsliðsins á fyrstu tólf mánuðum undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016 hefur verið bæði einstakur og eftirminnilegur. Ekki minnkar afrek strákanna þegar það kemur í ljóst að mótherjar liðsins hafa aðeins komið yfir í tveimur leikjanna og bara haldið forystunni í samtals 34 mínútur. „Ég fylgist nú vel með flestri tölfræði í okkar leikjum en ég vissi ekki þetta. Þetta er skemmtileg tölfræði," sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta þegar Fréttablaðið bar þessa tölfræði undir Svíann í gær. „Það eru margir hluti sem eru að skila þessu en lykilatriðið er að vera með leikmenn sem kaupa það sem við erum að leggja upp. Þeir hafa gert það í þessari undankeppni. Við erum mjög skipulagt lið og strákarnir hafa sætt sig við allt og reynt að gera sitt besta," sagði Lagerbäck. „Við erum með betri liðum þegar kemur að skipulaginu. Það þekkja allir sitt hlutverk og svo höfum við líka verið heppnir með meiðsli. Við höfum því nánast alltaf átt kost á því að vera með sama lið. Leikmennirnir hafa líka passað vel upp á gulu spjöldin og við höfum ekki misst menn í leikbönn. Það telur líka að við erum búnir að vera saman í fjögur ár og höfum verið að taka lítil skref í hvert skipti í því að bæta okkar leik,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur komist yfir í öllum sex leikjunum og verið yfir í samtals 296 mínútur eða 55 prósent leiktímans. Íslenska liðið var sem dæmi yfir í 36 mínútur í eina tapleiknum sem var á móti Tékkum úti. Tékkarnir eru líka eina þjóðin sem hefur komist yfir á móti Íslandi í þessari undankeppni en þeir voru yfir í 29 mínútur í Tékklandi í nóvember 2014 og forysta þeirra í Laugardalnum í júní entist aðeins í fimm mínútur. "Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara að gera fyrir hvern leik og það hefur heppnast hingað til," sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið mætir Hollandi í Amsterdam á fimmtudaginn stígur skref enn nær EM með góðum úrslitum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn