Barcelona er með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-1 sigur á Levante á heimavelli í kvöld.
Lionel Messi var venju samkvæmt í aðalhlutverki hjá Börsungum en Argentínumaðurinn lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Marc Bartra og skoraði svo sjálfur þriðja mark og fjórða mark Barcelona.
Bartra kom Börsungum yfir á 50. mínútu og aðeins sex mínútum síðar bætti Neymar öðru marki við.
Messi jók muninn í 3-0 á 61. mínútu og 14 mínútum síðar fiskaði hann aðra vítaspyrnu. Messi fór sjálfur á punktinum en skaut yfir. Í millitíðinni minnkaði Casadesús muninn fyrir Levante eftir slæm mistök hjá Marc-André ter Stegen í marki Barcelona.
Það var svo Messi sem negldi síðata naglann í kistu Levante þegar hann skoraði fjórða markið á lokamínútu leiksins.
Messi með tvennu í öruggum sigri Barcelona
Ingvi Þór Sæmunsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn



„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
