Real Madrid staðfesti í dag að spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos hefði farið úr axlarlið í 4-0 sigrinum á Shaktar Donetsk í gær. Ramos var einn þriggja leikmanna liðsins sem fór meiddur af velli í gær.
Ramos var að vanda í byrjunarliði Real Madrid í gær og bar fyrirliðabandið en kom meiddur af velli eftir klukkutímaleik en stuttu áður var lenti hann í groddaralegri tæklingu frá Taras Stepanenko í liði Shaktar.
Ásamt Ramos fóru Gareth Bale og Raphael Varane meiddir af velli hjá Real Madrid í leiknum. Samkvæmt staðarblaðinu Marca verður Ramos frá í tvær vikur en óvíst er hvenær Bale og Varane verða klárir í slaginn á ný.
Mun hann því líklegast missa af leikjum gegn Granada, Athletic Bilbao og Malaga en ætti að vera klár í tæka tíð fyrir leik liðsins gegn Kára Árnasyni og félögum í Malmö í Meistaradeildinni eftir tvær vikur.
Ramos fór úr axlarlið í gær
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1

