Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 12:08 Björk Vilhelmsdóttir segist nú vera frjáls. vísir/vilhelm Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00