Leggja fram frumvarp um aukið persónukjör: Kjósendur eigi að hafa meira val í kjörklefanum Bjarki Ármannsson skrifar 14. september 2015 20:04 „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur.“ Vísir/GVA/Stefán „Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“ Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það hefur alltaf verið mín skoðun að kjósandi hér eigi að hafa meira val í kjörklefanum en hann hefur,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem leggur í vetur fram lagafrumvarp ásamt fimm öðrum þingmönnum sem felur í sér aukna möguleika á persónukjöri til Alþingis. Þetta er í sjötta skiptið sem Valgerður leggur frumvarpið fram. „Þetta er svolítið sérstakt frumvarp að því leytinu til að það er hægt að velja af mismunandi listum,“ segir Valgerður. Ítarleg greinargerð fylgir frumvarpinu með útreikningum þar sem tekin eru dæmi um hvernig atkvæði gætu skipst á þingmenn. „Það er samt mjög einfalt fyrir kjósandann að kjósa,“ segir hún. „En ef fólk nýtir sér það að fara á milli flokka og svona, þá gilda einhverjar reiknireglur sem ég tel nú einfaldar líka. En það er líka flókið í dag hvernig menn komast inn af listum.“ Samkvæmt frumvarpinu sem Valgerður leggur til, ásamt þeim Birgittu Jónsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni, Helga Hjörvar, Katrínu Júlíusdóttur og Óttari Proppé, hafa kjósendur þrjá möguleika á því hvernig þeir nýta atkvæði sitt.Sjá einnig: Persónukjör og þjóðkirkjuákvæðiKjósendur geta dreift atkvæði sínu á ólíka framboðslista, nái frumvarpið fram að ganga.Vísir/AntonHægt er að merkja við listabókstaf líkt og nú er gert, merkja við einn frambjóðanda þannig að listi þess frambjóðanda fengi atkvæðið eða skipta atkvæðinu á eins marga þingmenn og sitja fyrir hönd viðkomandi kjördæmis. Í því tilviki má velja þingmenn af ólíkum framboðslistum. Valgerður segir að breytingunum sem felist í frumvarpinu sé ætlað að rúmast innan núverandi kosningalöggjafar, þannig ekki sé þörf á til dæmis stjórnarskrárbreytingum. Hún segist bjartsýn á að frumvarpið kalli fram frekari umræður á þinginu í vetur en raunin hafi verið til þessa. „Það þarf líka að taka fram að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október 2012 sagði mikill meirihluti fólks [rúmlega 78 prósent – innskot blm.] að persónukjör ætti að gilda meira en það gerir í dag,“ segir Valgerður. „Mér finnst þingið skulda kjósendum það að gera eitthvað í málinu. Auðvitað finnst mér að þeir ættu að samþykkja þetta frumvarp en þeir ættu allavega að gera eitthvað.“
Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira