Skaftárhlaup er hafið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2015 11:24 Eystri Skaftárketill. Svona leit hann út þegar hlaup hófst síðast, í júní 2010. Veðurstofa Íslands greinir frá því að vatn hafi farið að renna frá Eystri Skaftárkatli í gær. Á grafi sem Veðurstofan birtir á Facebook-síðu sinni, og má sjá hér að neðan, má sjá lækkun íshellunnar yfir katlinum í nótt. „Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Þar kemur fram að hlaup úr eystri kaltinum séu stærri og sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní árið 2010. Íshellan lækkaði hraðar síðustu nótt en sólarhringinn á undan. Fundur stendur yfir hjá Veðurstofu Íslands vegna hlaupsins og verða ekki frekari upplýsingar að fá þaðan fyrr en eftir hádegi. Reikna má með því að í kjölfarið verði send út tilkynning frá Almannavörnum eða Veðurstofunni. Í handbók Veðurstofunnar (PDF-linkur) um Skaftárhlaup segir að hlaupin komi úr svokölluðum Skaftárkötlum í vestanverðum Vatnajökli við það að jarðhiti bræðir jökulinn. „Bræðsluvatnið safnast saman undir jöklinum og hleypur fram þegar vatnsþrýstingur er orðinn svo hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því. Vatnið rennur þangað sem fyrirstaða er minnst, þ.e. er í farveg Skaftár.“ Magnús Tumi Guðmundsson Skafthlárhlaup engar stórfréttir „Skaftárhlaup eru næstum því árleg. Þetta eru engar stórfréttir,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Magnús Tumi segir stóru fréttina þá að heil fimm ár eru frá síðasta hlaupi í Skaftá. Ekki sé um neinar náttúruhamfarir að ræða. Vatn sé ekki byrjað að renna í ána heldur séu það nákvæm mælitæki Veðurstofu Íslands á staðnum sem sýni lækkun íshellunnar. Þannig megi sjá nákvæman feril þess þegar jökullinn sígur og þá hvenær vatnið byrjar að leita undir jökulinn. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Veðurstofa Íslands greinir frá því að vatn hafi farið að renna frá Eystri Skaftárkatli í gær. Á grafi sem Veðurstofan birtir á Facebook-síðu sinni, og má sjá hér að neðan, má sjá lækkun íshellunnar yfir katlinum í nótt. „Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Þar kemur fram að hlaup úr eystri kaltinum séu stærri og sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní árið 2010. Íshellan lækkaði hraðar síðustu nótt en sólarhringinn á undan. Fundur stendur yfir hjá Veðurstofu Íslands vegna hlaupsins og verða ekki frekari upplýsingar að fá þaðan fyrr en eftir hádegi. Reikna má með því að í kjölfarið verði send út tilkynning frá Almannavörnum eða Veðurstofunni. Í handbók Veðurstofunnar (PDF-linkur) um Skaftárhlaup segir að hlaupin komi úr svokölluðum Skaftárkötlum í vestanverðum Vatnajökli við það að jarðhiti bræðir jökulinn. „Bræðsluvatnið safnast saman undir jöklinum og hleypur fram þegar vatnsþrýstingur er orðinn svo hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því. Vatnið rennur þangað sem fyrirstaða er minnst, þ.e. er í farveg Skaftár.“ Magnús Tumi Guðmundsson Skafthlárhlaup engar stórfréttir „Skaftárhlaup eru næstum því árleg. Þetta eru engar stórfréttir,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Magnús Tumi segir stóru fréttina þá að heil fimm ár eru frá síðasta hlaupi í Skaftá. Ekki sé um neinar náttúruhamfarir að ræða. Vatn sé ekki byrjað að renna í ána heldur séu það nákvæm mælitæki Veðurstofu Íslands á staðnum sem sýni lækkun íshellunnar. Þannig megi sjá nákvæman feril þess þegar jökullinn sígur og þá hvenær vatnið byrjar að leita undir jökulinn.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira