Svartur blettur sem verður að uppræta Björn Snæbjörnsson skrifar 29. september 2015 07:00 Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun