Einn besti knattspyrnumaður sögunnar, Lionel Messi, meiddist í dag og varð hann að yfirgefa völlinn eftir nokkurra mínútna leik þegar Barcelona vann Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni.
Messi fór rakleitt á sjúkrahús í myndatöku og eftir það gaf Barcelona frá sér yfirlýsingu á samskiptamiðlinum Twitter.
„Messi er með sködduð liðbönd í hné eftir leikinn og verður frá í 7-8 vikur,“ segir í yfirlýsingu frá Barcelona á Twitter.
