Barnakvikmyndahátíð hefst í dag Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 26. september 2015 10:00 Thelma Marín Jónsdóttir leiðir börnin í gegnum dagskránna á Barnakvikmyndahátíðinni. Vísir/Valli „Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég kynni myndirnar fyrir sýninguna, karakterana og aðstæður. Svo ætla ég að endursegja fyrri helminginn í grófum dráttum í hléi,“ segir leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir en hún mun leiða gesti hátíðarinnar í gegnum tvær myndir á hátíðinni, Gullna hestinn, sem sýnd er í dag og svo Leynifélag súpufélagsins sem slær botninn í barnakvikmyndahátíðina á mánudaginn. „Ég verð tiltæk með hljóðnemann og ef ég sé að áhorfendur eru ekki alveg með á nótunum þá læði ég einhverju inn,“ segir hún og hlær. Kvikmyndin Gullni hesturinn er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðarinnar en hátíðin er hluti af barnadagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir til 4. október næstkomandi.Gullni Hesturinn er opnunarmynd hátíðarinnar.Gullni hesturinn er teiknimynd frá Litháen sem byggð er á leikriti og tók 10 ár að ljúka við gerð hennar. Myndin fjallar um baráttuna á milli góðs og ills segir frá Antinš sem hefur sjö ár og sjö daga til þess að bjarga prinsessunni úr klóm svörtu móðurinnar sem handsamaði hana og nærist á sorg og tárum annarra. Leynifélag í Súpubæ er leikin fjölskyldumynd frá Eistlandi og fjallar um Mari, Sadu, Olav og Anton sem stofna til leynisamfélags til að leika sér í feluleik sem fundinn var upp af afa Mari. Myndin á sér stað í hverfinu Súpubæ sem er í borginni Tartu. Í kjölfar eiturárásar á bæinn breytist fullorðið fólk í börn og söguhetjurnar þrjár hefja leit að móteitri. „Mér fannst myndirnar mjög skemmtilegar,“ segir Thelma og heldur áfram: „Leynifélag í Súpubæ er alveg dásamleg. Inspírerandi, falleg og rosalega vel leikin.“ Thelma er menntuð leikkona og skipar ásamt þeim Herdísi Stefánsdóttur og Guðna Einarssyni hljómsveitina East Of My Youth sem gefa mun út sína fyrstu plötu á næsta ári. Thelma segist hafa verið áhugakona um kvikmyndir frá barnæsku og fagni því hátíðinni. „Mér finnst það nauðsynlegt að hvetja krakka til þess að horfa á kvikmyndir og þetta eru báðar mjög vandaðar myndir.“ Barnakvikmyndahátíðin verður sett klukkan klukkan 14.30 í Norræna húsinu og verður stuttmyndadagskrá fyrir börn og unglinga yfir helgina. Nánari dagskrá er hægt að skoða á vefsíðunni Riff.is
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira