Dans og hryllingur í Sundhöllinni í kvöld Viktoría Hermannsdóttir skrifar 26. september 2015 14:30 Hallfríður segir sundbíó vera einn vinsælasta viðburðinn á RIFF. Dansararnir Gígja Jónsdóttir, Viktor Leifsson og Tinna Guðlaug Ómarsdóttir sem eru bakvið Hallfríði á myndinni munu dansa á sýningunni. Fréttablaðið/Vilhelm Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér. RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Það verður hryllileg stemning í Sundhöllinni í Reykjavík í kvöld þegar þar fer fram sundbíó. Þar verður sýnd ítalska hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento. „Við ætlum að reyna að endurgera andrúmsloftið í myndinni að einhverju leyti,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sundbíóið er hluti af hátíðinni en það er orðinn árviss viðburður sem nýtur mikilla vinsælda. „Þetta er einn af þeim viðburðum á RIFF sem fólk bíður eftir á hverju ári. Fólk kemur sérstaklega til landsins til að upplifa þetta en sundbíóið hefur vakið mjög mikla athygli á heimsvísu. Ég held að þetta verði sérstaklega skemmtilegt í ár því þetta er ekki bara kvikmyndasýning í sundi heldur gjörningur að auki,“ segir hún. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan og virtan ballettskóla. Ekki er þó allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla. „Við sýnum mynd um dansskóla og ákváðum því að stíga einu skrefi lengra og fá sex dansara til liðs við okkur,“ segir Hallfríður. Þetta er í tólfta sinn sem kvikmyndahátíðin RIFF er haldin og verða viðburðir víða á vegum hennar um helgina. „Það er alveg ótrúlega fjölbreytt dagskrá um helgina og ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ segir Hallfríður. Meðal annars verður hægt að fara í sjónræna matarveislu á Hótel Borg í kvöld, auk þess sem valdar myndir úr Einnar mínútu myndakeppni RIFF verða frumsýndar og verðlaun veitt fyrir bestu myndina. „Þarna er að finna flottar myndir úr öllum áttum sem fjalla um umhverfismál og kvenréttindi. Þau baráttumál sem eru okkur mjög hugleikin og það er gaman að sjá skemmtileg skilaboð um þetta,“ segir Hallfríður. Myndirnar á hátíðinni eru sýndar í Bíói Paradís, Háskólabíói og Tjarnarbíói en hátíðin fer ekki bara fram í Reykjavík því í Kópavogi verður öflug dagskrá í menningarhúsum bæjarins um helgina og út hátíðina, sem lýkur 4. október. Nánari upplýsingar má finna hér.
RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira