Handbolti

Faxi aðstoðar sinn gamla lærimeistara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svíagrýlan holdi klædd.
Svíagrýlan holdi klædd. vísir/getty
Staffan Olsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain.

Hinn 51 árs gamli Olsson mun gegna því starfi samhliða starfi sínu sem þjálfari sænska landsliðsins.

Olsson, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma, skrifaði undir tveggja ára samning við PSG en hann verður reynsluboltanum Noka Serdarusic innan handar.

Olsson og Serdarusic þekkjast vel en sá sænski lék undir stjórn Serdarusic hjá Kiel á árunum 1996-2003. Saman unnu þeir þýska meistaratitilinn fimm sinnum hjá Kiel, þýska bikarinn þrisvar sinnum og EHF-bikarinn tvívegis.

Serdarusic tók við PSG í sumar en liðið er með fullt hús stiga í frönsku úrvalsdeildinni eftir þrjár umferðir. Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson leikur með PSG og hefur gert síðan 2012.

Serdarusic stýrði Kiel í 15 ár með góðum árangri.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×