Rakel um nýja hlutverkið: Er skemmtilegt verkefni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 12:00 Rakel á ferðinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/anton Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira