Sjónræn matarveisla á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2015 13:30 Myndin var tekin árið 2013 frá samskonar viðburði. vísir ,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900. RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900.
RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira