Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2015 11:36 Illugi Gunnarsson. „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
„Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00
Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09