Hótað lífláti með 2.336 kr. á tímann Vilhjálmur Árnason skrifar 8. október 2015 08:52 „Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið [Alþingishúsið]. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við „basicly“ öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mann[a]skít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta[ð] lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir.“ Með þessum hætti lýsir Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður, þeim aðstæðum sem lögreglumenn bjuggu við í búsáhaldarbyltingunni, í bréfi til þingmanna, þar sem hann spyr alþingismenn hvort þeir muni eftir þessu? Sjálfur man ég mjög vel eftir málsatvikum enda stóð ég við hlið Sigvalda. „Ég [var] boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla,“ segir Sigvaldi enn fremur í bréfi sínu enda allt tiltækt lið lögreglu við störf í búsáhaldarbyltingunni eins og margir muna. Fyrir vikið fékk hann fyrir þá yfirvinnu sem hann innti af hendi 2.336 kr. á tímann. Eins og ákall Sigvalda til þingmanna ber með sér standa þessir félagar mínir og samstarfsmenn til margra ára í ströngu í baráttu sinni fyrir sanngjarnari launum. Lögreglumenn hafa alltaf fundið fyrir miklum stuðningi frá fólkinu í landinu þegar kemur að kjörum annars vegar og trausti hins vegar. Sem fyrrverandi lögreglumaður veit ég að lögreglumenn eiga hvort tveggja svo sannarlega skilið.Ólíkt öðrum kjaradeilum Kjaramál eru á forræði framkvæmdavaldsins og heyra því ekki beint undir Alþingi. Alþingismenn hafa mun meiri aðkomu að því umhverfi sem lögreglumönnum er búið í starfi. Sem þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður er mín von sú að leitað verði leiða til að koma til móts við lögreglumenn. Það að lögreglan sé ekki með verkfallsrétt undirstrikar mikilvægi stéttarinnar og verður að taka mið af því við samningaborðið. Þá verður einnig að hafa í huga að lögreglumenn verða að láta af störfum við 65 ára aldur. Þannig hafa þeir færri ár en aðrar stéttir til að vinna sér inn lífeyrisréttindi. Það er því ólíðandi að samningamenn ríkisins hafi beitt því bragði, frá því að verkfallsrétturinn var tekinn af lögreglumönnum, að semja eftir að samningar þeirra hafa verið lausir.Ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt Í þessu eiga lögreglumenn ekki að þurfa að standa þar sem þeir geta ekki beitt verkfallsvopninu eins og aðrar stéttir. Og því nauðsynlegt að finna lausn á þessu vandamáli þannig allir geti vel við unað. Við þingmenn getum látið þessa skoðun okkar í ljós og hvatt framkvæmdavaldið til að huga að þessum aðstöðumun sem er á kjarabaráttu lögreglumanna og annarra stétta. Sjálfur hef ég fagnað þeim tækifærum sem ég hef fengið sem kjörinn fulltrúi á Alþingi að miðla minni reynslu sem lögreglumaður hvar sem ég hef komið við í mínum störfum. Þeirri reynslu hef ég lagt mig fram um að miðla til þingmanna, ráðherra, embættismanna og fólksins í landinu. Og mun ég leggja mig fram um að tala fyrir þeim áfram. Það er óréttlátt að lögreglumenn séu látnir gjalda þess að hafa ekki verkfallsrétt, sem beitt er sem vopni í almennum samningum. Það er því ótækt að semja ekki við vopnlausa stétt. Klárum málið!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun