Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2015 16:11 „Ég hef þess vegna óskað eftir því við útlendingastofnun að hún bíði með að brottvísa þessum hælisleitendum til Ítalíu þar til búið er að leggja almennt mat á það hvernig þetta er núna á grundvelli Schengen ríkjanna og þá sérstaklega í samhengi við fund sem ég sæki í þessari viku á þeim vettvangi.“ vísir/anton brink Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra á grundvelli reglna Schengen-ríkjanna. Hælisleitendurnir tveir bíða brottflutnings til Ítalíu eftir að hafa tapað málum sínum fyir Hæstarétti. Þetta kom fram í máli Ólafar við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, sem spurði hana meðal annars hvort hún væri enn þeirrar skoðunar að óöruggt væri að senda flóttafólk aftur til Ítalíu, Ungverjalands og Grikklands, líkt og hún lýsti yfir á Alþingi í september síðastliðnum. Þá vildi hann einnig vita hvort ekki sé kominn tími á að hætta að nota Dyflinnarreglugerðina. Ólöf sagðist enn sömu skoðunar, en að beiting Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi þurfi að vera í takti við nágrannaþjóðir okkar. „Það verð ég að segja er tölvuert á iði þessa dagana út frá því hvernig ástandið er í þessum málum,“ sagði hún. „En það sem ég var að meina 17. september var að sjálfsögðu það að við séum ekki að senda menn til baka til efnislegrar meðferðar. Ég hef vegna þessa máls sagt að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að fara yfir þessa hluti sem við höfum verið að gera fram til þessa og passa okkur á því að við séum ekki að steypa fólki í óöruggt umhverfi innan landa, sem menn eru ekki öryggir um að séu í lagi.“Biðin ómannúðleg Þá sagði Helgi Hrafn bið flóttafólks hér á landi alltof langa, en umræddir hælisleitendur hafa búið hér á landi í um þrjú ár. Slík mál séu af allt öðrum toga en þau sem nýlega hafi borist á borð stjórnvalda. Því verði að líta þau mál öðrum augum. „Biðin hér hefur oft verið of löng og margir hafa sagt að hún sé með því ómannúðlegra í kerfinu. Það er að fólk hefur búið hér í einhvern tíma því það fær ekki úrlausn sinna mála, fær ekki að vita hvort það fái að vera hér áfram eða ekki. Nú er það hins vegar þannig að hér eru einstaklingar sem hafa þurft að búa þetta lengi og mér finnst að við getum ekki látið eins og þau séu mál sem eru nýkomin inn á borð,“ sagði Helgi Hrafn. Stjórnvöld verði að bera ábyrgð.Konur og börn í forgangi Helgi Hrafn hvatti ráðherrann jafnframt til þess að leggja Dyflinnarreglugerðina til hliðar þegar kæmi að hælisleitendum, þar sem upprunaríkið sé Ítalía, Grikkland eða Ungverjaland, og að mál þeirra verði öll tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi. Ólöf sagði stjórnvöld taka sjálfstæðar ákvarðarnir í þeim málum. „Við höfum gert það gagnvart Ítalíu og Ungverjalandi og það hefur verið fram til þessa að menn hafa verið að senda til Ítalíu unga karlmenn, en það er sjálfstætt mat lagt á viðkvæmari hópa sem teljast konur og börn. Það er ákvörðun sem við tökum sjálf aðv inna með þeim hætti,“ sagði hún. Allar ákvarðanir séu teknar að vel ígrunduðu máli, en að vissulega sé biðtíminn hér á landi of langur og að gera verði betur í að hraða málsmeðferð. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur segja niðurstöðu Hæstaréttar vera áfall Tveir hælisleitendur eiga á hættu að verða sendir til Ítalíu eftir að hæstiréttur vísaði máli þeirra frá. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. 2. október 2015 17:09 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina Margir hafa lýst furðu á því að Ísland ætli að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. 3. október 2015 19:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra á grundvelli reglna Schengen-ríkjanna. Hælisleitendurnir tveir bíða brottflutnings til Ítalíu eftir að hafa tapað málum sínum fyir Hæstarétti. Þetta kom fram í máli Ólafar við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, sem spurði hana meðal annars hvort hún væri enn þeirrar skoðunar að óöruggt væri að senda flóttafólk aftur til Ítalíu, Ungverjalands og Grikklands, líkt og hún lýsti yfir á Alþingi í september síðastliðnum. Þá vildi hann einnig vita hvort ekki sé kominn tími á að hætta að nota Dyflinnarreglugerðina. Ólöf sagðist enn sömu skoðunar, en að beiting Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi þurfi að vera í takti við nágrannaþjóðir okkar. „Það verð ég að segja er tölvuert á iði þessa dagana út frá því hvernig ástandið er í þessum málum,“ sagði hún. „En það sem ég var að meina 17. september var að sjálfsögðu það að við séum ekki að senda menn til baka til efnislegrar meðferðar. Ég hef vegna þessa máls sagt að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að fara yfir þessa hluti sem við höfum verið að gera fram til þessa og passa okkur á því að við séum ekki að steypa fólki í óöruggt umhverfi innan landa, sem menn eru ekki öryggir um að séu í lagi.“Biðin ómannúðleg Þá sagði Helgi Hrafn bið flóttafólks hér á landi alltof langa, en umræddir hælisleitendur hafa búið hér á landi í um þrjú ár. Slík mál séu af allt öðrum toga en þau sem nýlega hafi borist á borð stjórnvalda. Því verði að líta þau mál öðrum augum. „Biðin hér hefur oft verið of löng og margir hafa sagt að hún sé með því ómannúðlegra í kerfinu. Það er að fólk hefur búið hér í einhvern tíma því það fær ekki úrlausn sinna mála, fær ekki að vita hvort það fái að vera hér áfram eða ekki. Nú er það hins vegar þannig að hér eru einstaklingar sem hafa þurft að búa þetta lengi og mér finnst að við getum ekki látið eins og þau séu mál sem eru nýkomin inn á borð,“ sagði Helgi Hrafn. Stjórnvöld verði að bera ábyrgð.Konur og börn í forgangi Helgi Hrafn hvatti ráðherrann jafnframt til þess að leggja Dyflinnarreglugerðina til hliðar þegar kæmi að hælisleitendum, þar sem upprunaríkið sé Ítalía, Grikkland eða Ungverjaland, og að mál þeirra verði öll tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi. Ólöf sagði stjórnvöld taka sjálfstæðar ákvarðarnir í þeim málum. „Við höfum gert það gagnvart Ítalíu og Ungverjalandi og það hefur verið fram til þessa að menn hafa verið að senda til Ítalíu unga karlmenn, en það er sjálfstætt mat lagt á viðkvæmari hópa sem teljast konur og börn. Það er ákvörðun sem við tökum sjálf aðv inna með þeim hætti,“ sagði hún. Allar ákvarðanir séu teknar að vel ígrunduðu máli, en að vissulega sé biðtíminn hér á landi of langur og að gera verði betur í að hraða málsmeðferð.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur segja niðurstöðu Hæstaréttar vera áfall Tveir hælisleitendur eiga á hættu að verða sendir til Ítalíu eftir að hæstiréttur vísaði máli þeirra frá. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. 2. október 2015 17:09 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina Margir hafa lýst furðu á því að Ísland ætli að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. 3. október 2015 19:00 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Hælisleitendur segja niðurstöðu Hæstaréttar vera áfall Tveir hælisleitendur eiga á hættu að verða sendir til Ítalíu eftir að hæstiréttur vísaði máli þeirra frá. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. 2. október 2015 17:09
Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05
Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina Margir hafa lýst furðu á því að Ísland ætli að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. 3. október 2015 19:00