„Vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2015 15:06 Skaftá hefur breyst í beljandi stórfljót í stærsta jökulhlaupi árinnar sem menn muna eftir. vísir/vilhelm Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu, segir að það megi teljast mjög gott ef að eystri brúin sem liggur milli Búlands og Skaftárdals standi af sér stærsta Skaftárhlaup í manna minnum sem nú beljast niður úr Skaftárjökli. „Áin er farin að flæða hér inn á tún og við erum einfaldlega farin að missa girðingar og beitilönd undir vatn. Ég vona að þetta hafi náð hámarki sínu því ég vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta.“Sjá einnig: Sjáðu myndir af sögulegu Skaftárhlaupi Auður segir erfitt að segja til um hvert tjónið verður. „Við verðum eiginlega bara að sjá það þegar það sjatnar í ánni og hvað það verður mikill leir eftir og hvað áin er búin að brjóta mikið á landinu. Það er þó alveg ljóst að það eru að verða miklar skemmdir inn í Skaftárdal. Þar á jörðinni hefur verið skógrækt og skógræktarsvæði eru að fara undir vatn.“ Aðspurð segir Auður að þau á Búlandi séu ekki alveg innilokuð þar sem þau gætu komist yfir á stórum jeppa þar sem lónað hefur yfir veginn við Hvamm. „En við höfum ekkert að gera af bæ svo við sitjum þetta bara af okkur.“Skaftá hefur flætt yfir vegi víða en þó ekki yfir þjóðveg 1.vísir/vilhelmReyna að koma í veg fyrir að vatn fari yfir hringveginn Að sögn Víðis Reynisson, verkefnastjóra almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, sjatnaði hressilega í rennsli Skaftár við brúna sem liggur yfir Eldvatn við bæinn Múla þegar varnargarður þar brast. „Það flæðir vatn yfir vegi á nokkrum stöðum í kringum þjóðveg 1 en við erum ekki farnir að loka neins staðar. Við erum með mannskap sem fylgist með vatnsmagninu og munum loka ef þörf krefur á,“ segir Víðir. Vatn er ekki enn farið að flæða yfir þjóðveg 1 en að sögn Víðis eru starfsmenn Vegagerðarinnar komnir með gröfu að Litla-Bresti sem liggur miðja vegu milli Kirkjubæjarklausturs og Eldhrauns svo koma megi í veg fyrir að vatn flæði yfir hringveginn. Aðspurður hvort að mikið af fólki hafi komið að til að fylgjast með hlaupinu segir Víðir að það hafi verið dálítið af fólki áðan við brúna við Eldvatn þegar vatnsrennslið var sem mest. Engin hætta hafi hins vegar verið á ferðum þar sem svæðið hafi verið girt af og ferðafólk staðið nokkuð langt frá sjálfu hlaupinu.3000-4000 rúmmetrar á sekúndu þegar mest lét Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist helst telja að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása og það staðfestir Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður á Veðurstofu Íslands. Ennþá sé þó gríðarlega mikið vatn sem flæðir um svæðið. „Þetta er ofboðslegur flaumur sem fer hérna um. Það sést enn ekkert í landið svo það er verðugt að sjá hvernig það lítur út þegar hlaupinu er lokið,“ segir Gísli Halldór. Hann segir hundruð hektara lands hafa farið undir land. „Það er bara beljandi straumvatn á þessu. Það er stórt tún hérna úti í hraunum sem getur verið að sé einfaldlega ónýtt en það verður bara að koma í ljós.“ Snorri segir að þó að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása þá sé ennþá svakalega mikið rennsli í ánni. Þá séu í raun ekki til neinar formlegar mælingar um hversu mikið rennsli var í ánni þegar mest lét í nótt uppi við Sveinstind en Snorri segir að menn telji að vatnsmagnið hafi verið á milli 3000-4000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu, segir að það megi teljast mjög gott ef að eystri brúin sem liggur milli Búlands og Skaftárdals standi af sér stærsta Skaftárhlaup í manna minnum sem nú beljast niður úr Skaftárjökli. „Áin er farin að flæða hér inn á tún og við erum einfaldlega farin að missa girðingar og beitilönd undir vatn. Ég vona að þetta hafi náð hámarki sínu því ég vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta.“Sjá einnig: Sjáðu myndir af sögulegu Skaftárhlaupi Auður segir erfitt að segja til um hvert tjónið verður. „Við verðum eiginlega bara að sjá það þegar það sjatnar í ánni og hvað það verður mikill leir eftir og hvað áin er búin að brjóta mikið á landinu. Það er þó alveg ljóst að það eru að verða miklar skemmdir inn í Skaftárdal. Þar á jörðinni hefur verið skógrækt og skógræktarsvæði eru að fara undir vatn.“ Aðspurð segir Auður að þau á Búlandi séu ekki alveg innilokuð þar sem þau gætu komist yfir á stórum jeppa þar sem lónað hefur yfir veginn við Hvamm. „En við höfum ekkert að gera af bæ svo við sitjum þetta bara af okkur.“Skaftá hefur flætt yfir vegi víða en þó ekki yfir þjóðveg 1.vísir/vilhelmReyna að koma í veg fyrir að vatn fari yfir hringveginn Að sögn Víðis Reynisson, verkefnastjóra almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, sjatnaði hressilega í rennsli Skaftár við brúna sem liggur yfir Eldvatn við bæinn Múla þegar varnargarður þar brast. „Það flæðir vatn yfir vegi á nokkrum stöðum í kringum þjóðveg 1 en við erum ekki farnir að loka neins staðar. Við erum með mannskap sem fylgist með vatnsmagninu og munum loka ef þörf krefur á,“ segir Víðir. Vatn er ekki enn farið að flæða yfir þjóðveg 1 en að sögn Víðis eru starfsmenn Vegagerðarinnar komnir með gröfu að Litla-Bresti sem liggur miðja vegu milli Kirkjubæjarklausturs og Eldhrauns svo koma megi í veg fyrir að vatn flæði yfir hringveginn. Aðspurður hvort að mikið af fólki hafi komið að til að fylgjast með hlaupinu segir Víðir að það hafi verið dálítið af fólki áðan við brúna við Eldvatn þegar vatnsrennslið var sem mest. Engin hætta hafi hins vegar verið á ferðum þar sem svæðið hafi verið girt af og ferðafólk staðið nokkuð langt frá sjálfu hlaupinu.3000-4000 rúmmetrar á sekúndu þegar mest lét Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist helst telja að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása og það staðfestir Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður á Veðurstofu Íslands. Ennþá sé þó gríðarlega mikið vatn sem flæðir um svæðið. „Þetta er ofboðslegur flaumur sem fer hérna um. Það sést enn ekkert í landið svo það er verðugt að sjá hvernig það lítur út þegar hlaupinu er lokið,“ segir Gísli Halldór. Hann segir hundruð hektara lands hafa farið undir land. „Það er bara beljandi straumvatn á þessu. Það er stórt tún hérna úti í hraunum sem getur verið að sé einfaldlega ónýtt en það verður bara að koma í ljós.“ Snorri segir að þó að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása þá sé ennþá svakalega mikið rennsli í ánni. Þá séu í raun ekki til neinar formlegar mælingar um hversu mikið rennsli var í ánni þegar mest lét í nótt uppi við Sveinstind en Snorri segir að menn telji að vatnsmagnið hafi verið á milli 3000-4000 rúmmetrar á sekúndu.
Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51