Þegar lögreglumennirnir yfirgáfu svæðið gengu þeir saman sem leið lá upp Laugaveginn og skelltu sér á kleinuhringjastaðinn Dunkin' Donuts.
Mikil röð myndaðist fyrir utan staðinn og voru aðeins íslenskir lögreglumenn í röðinni. Einn langlífasti brandari sögunnar er vissulega að lögreglumenn elski fátt meira en kleinuhringi.
