Fótbolti

Benzema hlær að Arsenal-orðróminum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema fagnar marki sínu í borgarslagnum gegn Atletico Madrid.
Benzema fagnar marki sínu í borgarslagnum gegn Atletico Madrid. vísir/getty
Karim Benzema, framherji Real Madrid og franska landsliðsins, segir að það hafi aldrei komið til greina að hans hálfu að fara til enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal.

Benzema var talsvert orðaður við Lundúnaliðið í sumar en samkvæmt Frakkanum var enginn fótur fyrir þeim orðrómi.

„Það kom aldrei til greina, ekki frekar en síðustu ár,“ sagði Benzema í samtali við Journal du Dimanche.

„Við vinirnir hlæjum alltaf að þessu og bíðum eftir að fjölmiðlarnir birti þessar sögusagnir.

„Að mínu mati eru Real Madrid og Barcelona stærstu félögin í heiminum. Af hverju ætti ég að vilja fara? Ég er byrjunarliðsmaður í besta liði heims. Ég er ánægður hérna, svo einfalt er það.“

Benzema hefur skorað sex mörk fyrir Real Madrid á tímabilinu en liðið situr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, jafnmörg og Celta Vigo og Barcelona, en betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×