Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. október 2015 20:15 Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar. Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02
Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25