Handbolti

Ragnheiður hetja Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnheiður tryggði Fram sigurinn með marki úr vítakasti.
Ragnheiður tryggði Fram sigurinn með marki úr vítakasti. vísir/stefán
Fram er komið í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir 17 marka samanlagðan sigur, 66-49, á bosníska liðinu Grude Autherc.

Framkonur rústuðu fyrri leiknum, 22-38, og því var lítil spenna fyrir leik kvöldsins sem var miklu jafnari en sá fyrri.

Staðan í hálfleik var 12-12 en þegar 10 mínútur voru eftir var Grude fjórum mörkum yfir, 19-23.

En Framkonur gáfust ekki upp og unnu síðustu 10 mínútur leiksins 9-4. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmark Fram úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út en hún var markahæst í liði Fram í kvöld með átta mörk.

Mörk Fram:

Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 1, Hulda Dagsdóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1, Íris Kristín Smith 1, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×