Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. október 2015 18:43 Vonbrigðin leyndu sér ekki. vísir/gva Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22