Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. október 2015 18:43 Vonbrigðin leyndu sér ekki. vísir/gva Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22