Rasískum fúkyrðum rignir yfir meðlimi UVG Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 23:35 Hluti þeirra ungmenna sem koma fram í myndbandinu. myndir/youtube Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna. Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna.
Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42