Handbolti

Stjörnur ekki valdar í landsliðið út af áhugaleysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cupic í leik með króatíska landsliðinu.
Cupic í leik með króatíska landsliðinu. vísir/getty
Hinn nýi landsliðsþjálfari Króata í handbolta, Zeljko Babic, ætlar ekki að leyfa mönnum að komast upp með hvað sem er.

Hann gerði sér lítið fyrir og skildi reynsluboltana Igor Vori og Ivan Cupic fyrir utan nýjasta landsliðshópinn sinn. Ástæðan er sérstök. Honum fannst þeir ekki hafa nægan áhuga á landsliðinu.

„Allir leikmenn liðsins þurfa að hugsa um sitt hlutverk í liðinu. Ég vil fá baráttu í þetta landslið og aðeins menn sem eru til í að leggja allt á sig fyrir landsliðið," sagði Babic.

„Ég var ekki ánægður með framlag Vori og Cupic. Ég vil sjá meiri ástríðu, þjóðarstolt og vilja til þess að spila fyrir landsliðið. Það vantaði upp á það hjá þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×