Handbolti

Ástralir með alþjóðlega söfnun fyrir handboltalandsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Caleb Gahan er aðalstjarnan í ástralska landsliðinu.
Caleb Gahan er aðalstjarnan í ástralska landsliðinu. vísir/afp
Ástralska handknattleikssambandið er metnaðarfullt þó svo það fái ekki neinn stuðning frá stjórnvöldum.

Sambandið ætlar sér að reyna að koma karlaliðinu á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári en til að sá draumur verði að möguleika þarf sambandið að safna peningum til þess að koma liðinu í undankeppnina. Það er fyrsta skrefið í átt til Ríó.

Undankeppnin fer fram í Katar í næsta mánuði og enn vantar nokkuð upp á að Ástralir hafi efni á ferðalaginu.

Það kostar hálfa milljón fyrir hvern leikmann að komast á staðinn og því hafa Ástralir biðlað til handboltahreyfingarinnar að aðstoða sig.

Þýska liðið Füchse Berlin styrkti liðið sem og eigandi veffyrirtækis í London. Þetta eru þeir tveir aðilar sem hafa lagt mest í söfnunina.

Margt smátt gerir eitt stórt og hægt er að leggja Áströlum lið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×